Reiknar með eldgosi á næsta ári

Þorvaldur Þórðarson telur að styttist í gos á skaganum.
Þorvaldur Þórðarson telur að styttist í gos á skaganum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mér sýn­ist þetta bara vera upp­bygg­ing fyr­ir næsta gos,“ seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla- og berg­fræði, í sam­tali við Morg­un­blaðið um landris á Reykja­nesskaga sem nýj­ustu GPS-mæl­ing­ar gefa til kynna en frá þessu greindi Veður­stofa Íslands í gær.

Tel­ur pró­fess­or­inn þó fullsnemmt að fara að ræða um tíma­setn­ing­ar næsta goss. „Nú er kviku­hólfið þarna und­ir að fyll­ast og þessi gang­ur sem verið hef­ur virk­ur síðustu þrjú ár fer þá af stað aft­ur, en það virðist ekki komið svo langt á leið enn sem komið er svo ég myndi halda ein­hvern tím­ann á næsta ári,“ seg­ir Þor­vald­ur um næsta gos á skag­an­um.

Aðspurður kveðst hann telja að það gos yrði ekki ósvipað þeim sem ný­lega hafa orðið á svæðinu og var­an­leiki þess ein­hverj­ar vik­ur eða mánuðir. „Það sem er kannski at­hygl­is­verðast við þetta ferli allt sam­an er að þarna er sama gos­rás­in að virkj­ast aft­ur og aft­ur. Ef við hugs­um um þenn­an gang sem fólk hef­ur verið að tala um, sem nær kannski upp í að vera á eins til tveggja kíló­metra dýpi, þá er eins og hann nái ekki að kólna á milli at­b­urða og verði því virk­ur aft­ur,“ held­ur Þor­vald­ur áfram.

Spurn­ing­in sé svo bara hvar gosið komi upp.

„Þetta er at­hygl­is­verð þróun en veld­ur mér pínu­litl­um áhyggj­um. Við vit­um það að á fyrri tíð myndaði þetta kerfi hraunið sem nær al­veg frá Fagra­dals­fjalli og al­veg norður eft­ir, niður að strönd við Voga og Vatns­leysu. Við vit­um í raun og veru ekki ná­kvæm­lega hvernig upp­bygg­ing­in fyr­ir slíkt gos er.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert