Talsvert hefur verið um útafakstur á Austurlandi í dag vegna hálku. Engin slys hafa þó orðið á fólki að sögn lögreglunnar á Egilstöðum.
„Það hafa verið bílar að keyra út af út um allt enda er mikil hálka á svæðinu,“ segir lögregluþjónn á vakt í samtali við mbl.is.
„Það eru flestir á sumardekkjum og við vitum að bílar hafa verið að keyra út af uppi á Fagradal, í Jökuldalnum og uppi á Möðrudalsöræfum, en sem betur fer hafa ekki orðið nein slys á fólki.“