Búið að slökkva eldinn: Einn fluttur í sjúkrabíl

Slökkviliðið að störfum í Funahöfða.
Slökkviliðið að störfum í Funahöfða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að slökkva eld sem upp kom í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tók um 45 mínútur að slökkva eldinn. Talsverðan reyk lagði frá húsnæðinu. 

Jafnframt kemur fram að búið hafi verið í húsinu þar sem eldurinn kom upp og var einn fluttur á brott með sjúkrabíl en ekki eru frekari fregnir af líðan manneskjunnar. Þá segir að ólíklega verði íbúðarhæft þarna á næstunni sökum þess hve miklar reykskemmdir eru. 

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað út en enn eru eldsupptök ókunn. 

Fréttin hefur verið uppfærð 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert