FÓLK sækir inn á Evrópumarkað

Margt var um manninn við opnun sýningarrýmis í Fredericiagade. Illums …
Margt var um manninn við opnun sýningarrýmis í Fredericiagade. Illums Bolighus hefur tekið vörur FÓLK Reykjavík í endursölu og framundan sókn inn á Evrópu, Asíu og BNA.

Vörur hönnunarfyrirtækisins FÓLK Reykjavík hafa vakið heimsathygli í virtum tímaritum. Ragna Sara Jónsdóttir er listrænn stjórnandi en hún stofnaði reksturinn árið 2017 og vildi stuðla að sjálfbærni í hönnun og framleiðslu heimilis- og lífstílsvara.

Fyrir skemmstu opnaði fyrirtækið sýningarsal í Kaupmannahöfn, þar sem skrifstofur þess eru nú, og stefnir fyrirtækið í sókn inn á Evrópumarkað. Stefnt er að því að fjölga endursöluaðilum, einkum í Evrópu en einnig í Bandaríkjunum og í Asíu, samhliða breikkun vörulína. Nú starfa þar fimm manns og er nýr stjórnarformaður Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert