Kærð fyrir að slá unga stúlku utan undir

Atvikið átti sér stað á Hótel Örk.
Atvikið átti sér stað á Hótel Örk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að atvik sem átti sér stað á Hótel Örk skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins sé til rannsóknar en málsatvik eru þau að ráðist var unga stúlku á gangi hótelsins og hún slegin í andlitið.

„Ég get staðfest að þetta mál er til rannsóknar hjá okkur. Það kom tilkynning um miðnætti á föstudagskvöldið. Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við málsaðila. Það var tilkynnt um líkamárás og þegar börn eiga í hlut þá afgreiðist þetta sem formleg kæra,“ segir Oddur í samtali við mbl.is.

DV greindi fyrst frá 

Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum en á því sést fullorðin kona slá ungu stúlkuna utan undir.

Í vefútgáfu breska blaðsins Mirror er greint frá málinu en stúlkur frá breska skólanum, Harris Girls Academy, voru í skólaferðalagi á Íslandi í síðustu viku.

Í viðtali við Mirror er haft eftir Jóhanni Sigurðssyni, hótelstjóra á Hótel Örk, að konan sem sló stúlkuna í andlitið sé ekki starfsmaður á hótelinu heldur hafi hún verið fararstjóri hóps sem gisti á hótelinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert