Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að atvik sem átti sér stað á Hótel Örk skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugardagsins sé til rannsóknar en málsatvik eru þau að ráðist var unga stúlku á gangi hótelsins og hún slegin í andlitið.
„Ég get staðfest að þetta mál er til rannsóknar hjá okkur. Það kom tilkynning um miðnætti á föstudagskvöldið. Lögreglumenn fóru á staðinn og ræddu við málsaðila. Það var tilkynnt um líkamárás og þegar börn eiga í hlut þá afgreiðist þetta sem formleg kæra,“ segir Oddur í samtali við mbl.is.
Myndband af atvikinu er í dreifingu á samfélagsmiðlum en á því sést fullorðin kona slá ungu stúlkuna utan undir.
Harris Academy Bromley we hope this woman was arrested? This is assault, she needs to be sacked and never work with or near young people again. We understand she is the tour guide on your trip, but something needs to be done. pic.twitter.com/z7XMMoA1vX
— Cherylphoenix (@Cherylphoenix99) October 15, 2023
Í vefútgáfu breska blaðsins Mirror er greint frá málinu en stúlkur frá breska skólanum, Harris Girls Academy, voru í skólaferðalagi á Íslandi í síðustu viku.
Í viðtali við Mirror er haft eftir Jóhanni Sigurðssyni, hótelstjóra á Hótel Örk, að konan sem sló stúlkuna í andlitið sé ekki starfsmaður á hótelinu heldur hafi hún verið fararstjóri hóps sem gisti á hótelinu.