Þingmenn kættust við upphaf þingfundar kl. 15 í dag þegar Birgir Ármannsson, forseti þingsins, las upp óskir ráðherra um að fá veittan frest til að skila skriflegum svörum við fyrirspurnum þingmanna.
„Að lokum hefur svo borist bréf frá matvælaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þingskjali 204 um eldislaxa sem sleppa frá Gísla Rafni Ólafssyni,“ sagði Birgir og uppskar hlátur, enda mátti skilja upplesturinn sem svo að laxarnir væru að reyna að sleppa frá Gísla Rafni, þingmanni Pírata.