Biskup hyggst áfrýja úrskurðinum

Úrsk­urðar­nefnd Þjóðkirkj­unn­ar hef­ur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun Agnes­ar …
Úrsk­urðar­nefnd Þjóðkirkj­unn­ar hef­ur ákveðið að fella úr gildi ákvörðun Agnes­ar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands, um að víkja sr. Gunn­ari Sig­ur­jóns­syni úr embætti sókn­ar­prests í Digra­nesprestakalli. Samsett mynd

Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar kvað í gær upp þann úrskurð að biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, hefði verið vanhæf til að gegna embætti sínu frá því að skipunartími hennar rann út 1. júlí 2022. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndarinnar í máli sem sr. Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi sóknarprestur í Digraneskirkju, rak fyrir nefndinni.

Af úrskurðinum má ráða að landið sé í raun biskupslaust og hafi verið frá 1. júlí í fyrra. Frú Agnes sendi í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðarins, þar sem hún sagðist taka úrskurðinn alvarlega og að mikilvægt væri að fá niðurstöðu dómstóla um málið.

„Þess vegna tel ég rétt að áfrýja þessari niðurstöðu með hagsmuni þjóðkirkjunnar að leiðarljósi.“

Þá segist biskup í yfirlýsingu sinni hafa hvatt forseta kirkjuþings til þess að tryggja og skýra stöðu biskups Íslands til frambúðar. Í 11. grein starfsreglna þjóðkirkjunnar um úrskurðarnefndina segir að úrskurðir hennar séu „endanlegir og bindandi innan þjóðkirkjunnar“.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka