Borgin biðst afsökunar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur …
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið þar sem niðurstöður vöggustofunefndarinnar voru kynntar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Borg­ar­stjórn biður börn sem vistuð voru á Vöggu­stof­unni Hlíðar­enda og Vöggu­stofu Thor­vald­sen­fé­lags­ins og fjöl­skyld­ur þeirra af­sök­un­ar á illri meðferð sem lýst var í skýrslu vöggu­stofu­nefnd­ar.

Hægt er að fylgj­ast með fund­ir borg­ar­stjórn­ar hér fyr­ir neðan sem er í beinni út­send­ingu. Vöggu­stofu­skýrsl­an var fyrsta mál á dag­skrá. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg, að ljóst sé að vist­un á Vöggu­stof­um hafi í mörg­um til­vik­um haft af­drifa­rík áhrif á líf þeirra barna sem þar voru. Þetta sé svart­ur blett­ur í sögu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Þá þakk­ar borg­ar­stjórn vöggu­stofu­nefnd­inni fyr­ir sér­lega um­fangs­mikla, vel rann­sakaða og rök­studda skýrslu. Borg­ar­stjórn sé einnig þakk­lát hvata­mönn­un­um að því að rann­sókn­in var unn­in, þeim Árna H. Kristjáns­syni, Fjölni Geir Braga­syni, Hrafni Jök­uls­syni, Tóm­asi V. Al­berts­syni og Viðari Eggerts­syni.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir jafn­framt, að borg­ar­stjórn taki heils­hug­ar und­ir til­lög­ur vöggu­stofu­nefnd­ar sem fram komi í skýrsl­unni.

  • Fyrsta til­lag­an lýt­ur að hugs­an­leg­um skaðabóta­greiðslum til þeirra sem vistaðir voru á vöggu­stof­un­um sem börn. Þau mál eru til meðferðar Alþing­is.
  • Önnur til­lag­an fjall­ar um geðheil­brigðis- og sál­fræðiþjón­ustu til sömu ein­stak­linga og er til meðferðar hjá Reykja­víku­borg.
  • Sú þriðja bein­ist að gild­andi fram­kvæmd og eft­ir­liti á sviði barna­vernd­ar­mála og er til um­fjöll­un­ar í vel­ferðarráði og um­dæm­is­ráði barna­vernd­ar.
  • Fjórða og síðasta til­lag­an lýt­ur að því að borg­ar­ráð taki af­stöðu til þess hvort rétt sé að fram­hald verði á at­hug­un á vöggu­stof­um í Reykja­vík.

Tekið er fram að eft­ir­fylgni með til­lög­un­um sé þegar haf­in.

Hér fyr­ir neðan má fylgj­ast með fundi borg­ar­stjórn­ar í beinni. Vöggu­stofu­skýrsl­an var fyrsta málið á dag­skrá fund­ar­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert