Hentu stíflueyði í andlit á 12 ára stúlku

Stúlkan er á batavegi.
Stúlkan er á batavegi. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Mesta mildi þykir að ekki hafi verr farið þegar skólafélagar skvettu stíflueyði í andlit 12 ára stúlku. Stúlkan var flutt á bráðamóttöku og er með brunasár í andliti.

Vísir segir frá málinu og hefur eftir rannsóknarlögreglumanninum Guðrúnu Jack að athæfið hafi verið eftiröpun af því sem skólabörnin sáu á Internetinu. Drengur hafi hent ætandi stíflueyði duftformi í andlit stúlkunnar þegar hún var að leik á skólalóð. Hún hafi strax leitað sér hjálpar. 

Fólk í nærliggjandi húsi hafi brugðist hárrétt við og hellt í mjólk í augu stúlkunnar og vatni. Það hafi bjargað sjón stúlkunnar. Þó hún sé með brunasár í andliti segir að hún muni ekki hljóta varanlegan skaða af.

Þá segir að svo virðist sem árásin hafi verið tilefnislaus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert