Netöryggissveitin varar við svikum

Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir …
Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS ástæðu til að vara við aðferðinni. AFP

Netör­ygg­is­sveit CERT-IS varar við svikum sem biðja viðkomandi að tilgreina viðskiptabanka í nafni island.is.

Í tilkynningu á vef CERT-IS segir:

„Aukning hefur orðið á svindlum þar sem líkt er eftir innskráningarsíðu island.is og telur CERT-IS ástæðu til að vara við aðferðinni.

Eftirlíkingin er góð en fólk er beðið að velja sinn banka fyrir innskráningu. Engin þjónusta fer fram á slíkt við innskráningu og vill CERT-IS því benda á að aðeins svikasíður óska eftir því að fólk tilgreini bankann sinn samhliða innskráningu.

Einnig er vefslóðin góð vísbending hvort að um svikasíðu sé að ræða. Það er nauðsynlegt að skoða bæði lén (Domain name) og höfuðlén (TLD – Top Level Domain) vandlega og ganga úr skugga um að þau séu í samræmi við þjónustuna sem sendandinn segist vera.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert