Hvaða tækifæri og áskoranir felast í því að umbreyta viðskiptamódeli í samræmi við hringrásarfræðin? Hvernig er hægt að nýta umskiptin yfir í hringrásarhagkerfi til að auka jöfnuð og byggja upp örugg og sjálfbær samfélög og atvinnugreinar? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem velt er upp á árlegri ráðstefnu um hringrásarhagkerfi á Norðurlöndunum sem ber nafnið Nordic circular summit og fer fram í dag í Grósku. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá ráðstefnunni hér að neðan.
Í ár fer fundurinn fram í Reykjavík, í Grósku í Vatnsmýrinni og á netinu. NCS er haldin af Nordic Circular Hotspot (NCH) og Nordic Innovation. Festa - miðstöð um sjálfbærni er hluti af þeim norræna hóp sem stendur á bak við NCH. Ráðstefnan er hliðarviðburður World Circular Economy Forum og haldinn í samstarfi við Hringborð norðurslóða, Arctic Circle Assembly.
Þátttakendur á ráðstefnunni eru forstjórar, vísindamenn, frumkvöðlar og sérfræðingar frá Norðurlöndunum á sviði hringrásarhagkerfisins. Áætlað er að yfir 3000 manns taki þátt í ráðstefnunni í Grósku og á netinu.
Meðal fyrirlesara eru Leyla Acaroglu, stofnandi Disrupt Design og UNEP „Champion of the Earth“, Ramona Liberoff, forstjóri PACE, André Küüsvek forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, Julian Kirchherr sérfræðingur hjá McKinsey & Roskilde University, Trond Moe, framkvæmdastjóri Nefco, Kari Herlevi, forstöðumaður hringrásar hjá Sitra og Ladeja Godina Kosir, stofnandi Circular Change, auk íslenskra fyrirlesara sem ávarpa norræna og alþjóðlega áhorfendur.