Tækifæri og áskoranir sem felast í hringrásinni

Hringrásarhagkerfið verður í fyrirrúmi á ráðstefnu í Grósku í dag.
Hringrásarhagkerfið verður í fyrirrúmi á ráðstefnu í Grósku í dag. Skjáskot/Instagram

Hvaða tækifæri og áskoranir felast í því að umbreyta viðskiptamódeli í samræmi við hringrásarfræðin? Hvernig er hægt að nýta umskiptin yfir í hringrásarhagkerfi til að auka jöfnuð og byggja upp örugg og sjálfbær samfélög og atvinnugreinar? Þetta eru meðal þeirra spurninga sem velt er upp á árlegri ráðstefnu um hringrásarhagkerfi á Norðurlöndunum sem ber nafnið Nordic circular summit og fer fram í dag í Grósku. Hægt er að fylgjast með útsendingu frá ráðstefnunni hér að neðan.

Í ár fer fundurinn fram í Reykjavík, í Grósku í Vatnsmýrinni og á netinu. NCS er haldin af Nordic Circular Hotspot (NCH) og Nordic Innovation. Festa - miðstöð um sjálfbærni er hluti af þeim norræna hóp sem stendur á bak við NCH. Ráðstefnan er hliðarviðburður World Circular Economy Forum og haldinn í samstarfi við Hringborð norðurslóða, Arctic Circle Assembly.

Þátttakendur á ráðstefnunni eru forstjórar, vísindamenn, frumkvöðlar og sérfræðingar frá Norðurlöndunum á sviði hringrásarhagkerfisins. Áætlað er að yfir 3000 manns taki þátt í ráðstefnunni í Grósku og á netinu.

Meðal fyrirlesara eru Leyla Acaroglu, stofnandi Disrupt Design og UNEP „Champion of the Earth“,  Ramona Liberoff, forstjóri PACE, André Küüsvek forstjóri Norræna fjárfestingarbankans, Julian Kirchherr sérfræðingur hjá McKinsey & Roskilde University, Trond Moe, framkvæmdastjóri Nefco, Kari Herlevi, forstöðumaður hringrásar hjá Sitra og Ladeja Godina Kosir, stofnandi Circular Change, auk íslenskra fyrirlesara sem ávarpa norræna og alþjóðlega áhorfendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert