Hringdi í utanríkisráðherra Úkraínu

Bjarni hrindi í utanríkisráðherra Úkraínu.
Bjarni hrindi í utanríkisráðherra Úkraínu. Ljósmynd/X-reikningur Bjarna Benediktssonar

Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að sprengingin hjá al-Ahli sjúkrahúsinu í Gasa vera hryllilega, óháð því hvort að hún hafi gerst viljandi eða ekki. Hann fylgdi þessari færslu eftir með því að ítreka stuðning Íslands við Úkraínu.

Fyrsta símtal Bjarna sem utanríkisráðherra var til Dmítró Kúleba, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, þar sem hann sagðist meðal annars styðja stefnu Úkraínu um að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO).

„Það er á hreinu að Ísland mun áfram standa með Úkraínu gegn ólögmætri innrás Rússlands og styður metnað Úkraínu til þess að ganga í NATO þar sem öryggi á Evrópu- og Atlantshafssvæðinu er best þjónað með Úkraínu sem NATO bandamann.“

Dmítró Kúleba þakkaði Bjarna símtalið og stuðninginn með færslu á X

Skiptir ekki máli hvort sprengingin hafi verið viljandi

Þetta ver ekki eina utanríkiserindi Bjarna í dag því hann tjáði sig einnig um sprenginguna sem varð í gær á sjúkrahúsi í Gasa.

„Það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari stigmögnun. Ísland mun áfram styðja við mannúðaraðstoð og ítrekar nauðsyn þess að alþjóðalögum sé fylgt,“ segir meðal annars í færslu Bjarna á x.

Í kjölfar sprengingarinnar á sjúkrahúsinu var Ísrael um leið kennt um verknaðinn af palestínsku hryðju­verka­sam­tök­unum Hamas. Hefur Hamas full­yrt að nærri fimm hundruð séu látn­ir eft­ir spreng­ing­una. Gögn bandarísku leyniþjónustunnar sýna þó að stjórnvöld Ísraels eigi enga sök í málinu, heldur lítur út fyrir að sprengingin hafi orðið sök­um eld­flaug­ar sem hóp­ur palestínskra hryðju­verka­manna skutu á loft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert