Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, segir í færslu á samfélagsmiðlinum X að sprengingin hjá al-Ahli sjúkrahúsinu í Gasa vera hryllilega, óháð því hvort að hún hafi gerst viljandi eða ekki. Hann fylgdi þessari færslu eftir með því að ítreka stuðning Íslands við Úkraínu.
Fyrsta símtal Bjarna sem utanríkisráðherra var til Dmítró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, þar sem hann sagðist meðal annars styðja stefnu Úkraínu um að ganga í Atlantshafsbandalagið (NATO).
„Það er á hreinu að Ísland mun áfram standa með Úkraínu gegn ólögmætri innrás Rússlands og styður metnað Úkraínu til þess að ganga í NATO þar sem öryggi á Evrópu- og Atlantshafssvæðinu er best þjónað með Úkraínu sem NATO bandamann.“
Thank you @DmytroKuleba. Rest assured Iceland continues to stand in full solidarity with Ukraine against Russia’s illegal invasion & firmly supports Ukraine’s aspirations to join NATO as Euro-Atlantic security is best served with Ukraine as a NATO Ally. #SlavaUkraïni https://t.co/NBhMV22gIm pic.twitter.com/w6ep0ZpC58
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 18, 2023
Dmítró Kúleba þakkaði Bjarna símtalið og stuðninginn með færslu á X
I appreciate Iceland's newly appointed Foreign Minister @Bjarni_Ben making his first call in his new capacity to Ukraine. I am grateful to Iceland for its genuine support and look forward to working closely together for the benefit of Ukraine-Iceland relations 🇺🇦🇮🇸
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) October 18, 2023
Þetta ver ekki eina utanríkiserindi Bjarna í dag því hann tjáði sig einnig um sprenginguna sem varð í gær á sjúkrahúsi í Gasa.
„Það er nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari stigmögnun. Ísland mun áfram styðja við mannúðaraðstoð og ítrekar nauðsyn þess að alþjóðalögum sé fylgt,“ segir meðal annars í færslu Bjarna á x.
The strike on al-Ahli hospital in #Gaza, intentional or not, is horrendous. Hospitals should under all circumstances be protected. It is vital to prevent further escalation. Iceland continues to support humanitarian relief and reiterates that international laws must be upheld.
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 18, 2023
Í kjölfar sprengingarinnar á sjúkrahúsinu var Ísrael um leið kennt um verknaðinn af palestínsku hryðjuverkasamtökunum Hamas. Hefur Hamas fullyrt að nærri fimm hundruð séu látnir eftir sprenginguna. Gögn bandarísku leyniþjónustunnar sýna þó að stjórnvöld Ísraels eigi enga sök í málinu, heldur lítur út fyrir að sprengingin hafi orðið sökum eldflaugar sem hópur palestínskra hryðjuverkamanna skutu á loft.