Nafnasamkeppni um nýbyggingu Alþingis

Nýbygging Alþingis að Tjarnargötu 9 verður sennilega tekin til notkunnar …
Nýbygging Alþingis að Tjarnargötu 9 verður sennilega tekin til notkunnar á næstu vikum. Tölvumynd/Studio Grandi

Boðað er til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis að Tjarn­ar­götu 9. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis, en þar segir einnig að ráðgert sé að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum.

Í dómnefnd um nafnið verður undirnefnd forsætisnefndar um nýbyggingu, ásamt skrifstofustjóra Alþingis. Þá sitja Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, varaforsetarnir Líneik Anna Sævarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri í dómnefndinni. Sérfræðingar skrifstofunnar verða dómnefndinni til aðstoðar. 

Flest nöfn tengjast sögu hússins

Löng hefð er fyrir nafnagjöf húsa í eigu þingsins á Alþingisreit. Flest húsin eru uppgerð eldri hús og bera nöfn þeirra vitni um sögu húsanna og þeirra sem þau byggðu. Þar má nefna Kristjánshús, Blöndahlshús, Skjaldbreið, Skúlahús og Þórshamar.

Yngsta húsið á reitnum áður en nýbyggingin kom til sögunnar er Skáli, sem er þjónustubygging Alþingis en það hús var tekið í notkun fyrir 21 ári – haustið 2002.

Frestur til að skila inn tillögum er til 7. nóvember og mun dómnefnd ljúka störfum fyrir 1. desember. Hægt er að senda tinn tillögu að nafni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert