Engin mengun er lengur í vatnsbólum byggðarinnar á Borgarfirði eystra. Íbúar þurfa því ekki lengur að sjóða vatn til neyslu, en þeim var tjáð í byrjun mánaðarins að slíkt þyrfti að gera.
Þetta kemur fram í tilkynningu Hitaveitu Egilsstaða og Fella, sem þakka íbúum fyrir þolinmæði síðustu vikna.
„Nú verður farið yfir stöðuna og metnar þarfir á úrbætum til að lágmarka hættu á mengun,“ segir í tilkynningunni.