Að minnsta kosti tveir einstaklingar eru slasaðir eftir harðan árekstur á Breiðholtsbrautinni, vestan við Elliðaárdalinn. Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Samkvæmt slökkviliðinu var einn dælubíll sendur á staðinn ásamt þremur sjúkrabílum. Ekki var hægt að gefa upp hversu alvarlegir áverkarnir voru.
Heimildir mbl.is herma að miklar umferðartafir séu nú af þessum völdum í nágrenninu.