Hættu við að hætta við að lenda í Keflavík

Vélar Wizz Air og Jet 2 eru lentar á Keflavíkurflugvelli.
Vélar Wizz Air og Jet 2 eru lentar á Keflavíkurflugvelli.

Flugmenn þriggja flugvéla urðu fráhverfir því að lenda á Keflavíkurflugvelli nú fyrir stundu. Ákváðu flugmennirnir því að halda til Akureyrar eða Egilsstaða til lendingar.

Þeir hættu hins vegar við þær fyrirætlanir sínar og snéru til baka að Keflavíkurflugvelli. Lentu þær allar nú fyrir stundu samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni upplýsingafulltrúa frá Isavia.

Segir Guðjón ástæðu þess að flugmennirnir hafi í fyrstu verið fráhuga því að lenda á Keflavíkurflugvelli hafa verið þá að þar sé enn mikið hvassviðri. 

Vélarnar eru annars vegar frá flugfélaginu Jet 2 sem kom til Íslands frá Birmingham og vél Wizz Airsem var á leið frá Krakow í Póllandi. Ekki liggur fyrir frá hvaða flugfélagi þriðja vélin er að sögn Guðjóns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert