Helgi nýr framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar HH

Helgi Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sviðs fjármála og rekstrar …
Helgi Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sviðs fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Ljósmynd/Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu

Helgi Þorsteinsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri sviðs fjármála og rekstrar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hann tekur við stöðunni af Jónasi Guðmundssyni. 

Fram kemur í tilkynningu Heilsugæslunnar að Helgi komi til Heilsugæslunnar frá Símanum þar sem hann hefur starfað í rúmlega tvo áratugi, þá síðast sem leiðtogi fjárstýringar. 

Helgi er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA-próf frá Háskólanum í Reykjavík og hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert