Ljósleiðari Mílu slitnaði

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Upp hefur komið slit á ljósleiðara landshring Mílu um 30 kílómetra austur af Vík. Strengslitið hefur áhrif á farsímasendi Mílu í Fremra Húsafelli við Tungufljót. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu en bilunin uppgötvaðist um klukkan sjö í morgun. 

Líklegt þykir að slitið sé í Hólmsá. Samstarfsaðili Mílu á Suðurlandi er á leið á staðinn til viðgerða og þá verður hægt að staðsetja slitið nákvæmlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert