Mikil röskun er á flugi, bæði innanlands- og millilandaflugi, í dag vegna hvassviðris. Gular viðvaranir eru í gildi á suðvesturhorninu og Miðhálendinu fram á kvöld.
Brottfarir Icelandair til og frá Evrópu hafa verið felldar niður.
Play hefur einnig aflýst flugferðum og þá eru talsverðar seinkanir áætlaðar.
Innanlandsflugi fyrir hádegi hefur verið aflýst.