Millilandaflug liggur niðri fram eftir degi

Mikil röskun verður á millilandaflugi í dag vegna veðurs.
Mikil röskun verður á millilandaflugi í dag vegna veðurs. Samsett mynd

„Það er búið að aflýsa eða fresta öllu flugi fram eftir degi vegna veðurs,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is.

Guðjón segist ekki vita til þess að neitt fólk sé á Leifsstöð. „Flugfélögin voru búin að láta farþega sína vita seinni partinn um að flugið myndi raskast út af veðrinu fram eftir deginum í dag,“ segir Guðjón en gular viðvaranir eru í gildi á suðurvesturhorninu á Miðhálendinu fram á kvöld.

Á vef Icelandair kemur fram að öllum flugum frá Norður Ameríku í gærkvöld hafi verið seinkað og brottförum til og frá Evrópu í dag hafi ýmist verið felld niður eða seinkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert