Þýðir ekki að vaða yfir heimafólk

Frá vinstri: Kjell-Arne Ottosson, Kalistat Lund, Gillian Martin og Daria …
Frá vinstri: Kjell-Arne Ottosson, Kalistat Lund, Gillian Martin og Daria Shapovalova frá háskólanum í Aberdeen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðherrar Skotlands og Grænlands voru á meðal þeirra sem töluðu um mikilvægi þess að eiga gott samtal við almenning vegna orkumála á ráðstefnu sem var haldin á Hilton Reykjavík Nordia Hótel í morgun um orkuöryggi og samfélag.

Ráðstefn­an var hluti af þingi Hring­borðs norður­slóða – Arctic Circle Assembly 2023, sem hófst í morg­un. Orku­ör­yggi er of­ar­lega í huga heims­byggðar­inn­ar um þess­ar mund­ir enda standa þjóðir frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um vegna stríðsátaka og áforma um að um­bylta orku­kerf­um heims á næstu ára­tug­um til að draga úr los­un á gróður­húsaloft­teg­und­um.

Gillian Martin, orku- og umhverfisráðherra í skosku ríkisstjórninni, sagði framkvæmdaaðila venjulega lofa heimamönnum sterkum innviðum í tengslum við fyrirhuguð verkefni, til dæmis vindmyllugarða, en ekki stæðu allir við það. Hún sagði framkvæmdaaðilana verða að útskýra fyrir fólki hvað þeir vilja gera og eiga gott samtal við heimafólk.

Danski fræðmaðurinn Kristian Borch hélt erindi í morgun.
Danski fræðmaðurinn Kristian Borch hélt erindi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjell-ArneOttosson, sænskur þingmaður og formaður þróunarnefndar hjá Norrænu ráðherranefndinni, tók í sama streng og sagði nauðsynlegt að ræða við alla þá sem verða fyrir áhrifum vegna framkvæmda í þeirra nærumhverfi. Ekki þýddi að vaða yfir heimafólk  heldur fá álit þess á hlutunum áður en ráðist væri í verkefnin. 

Danski fræðimaðurinn Dag Inge Fjeld hélt erindi í morgun.
Danski fræðimaðurinn Dag Inge Fjeld hélt erindi í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kalistat Lund, landbúnaðar-, sjálfbærni-, orku- og umhverfisráðherra Grænlands, sagði að það að fá heimamenn með í umræðuna um orkumál skapaði traust. „Landið okkar er stórt en við erum fámenn,” sagði Lundo og nefndi sem dæmi vetnisframleiðslu á svæðum langt frá heimkynnum Grænlendinga. Hún sagði slík verkefni ekki hafa bein áhrif á fólk, nema ef það væri á veiðum í nágrenninu. Gott samtal þyrfti að eiga sér stað, til dæmis á meðal stjórnvalda og almennings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert