Gætu líka lokað fyrir karla í Reykjavík

Ekki liggur fyrir með hvaða hætti skerðingar verða á opnunartíma …
Ekki liggur fyrir með hvaða hætti skerðingar verða á opnunartíma sundlauga í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Reykjavíkurborg mun tilkynna á mánudag með hvaða hætti þjónusta sundlauga mun skerðast þegar konur og kvár fella niður störf á þriðjudag.

Þó sé ljóst að ef til lokunar kemur muni hún ná til allra þeirra kynlegu kvista sem hyggja á sundferð. Á það jafnt við um konur, kvár og karla. 

Er það ólíkt því sem verður á Selfossi þar sem sundlaugum verður lokað fyrir konur og kvár þar sem fullyrt er að ekki verði hægt að sinna þeim hópi hvað öryggi varðar á meðan verkfalli stendur. 

Fá greitt fyrir daginn

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar.

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkur, segir lagt verði í hendur starfsmanna hvort þeir verði fjarri vinnu eða ekki næstkomandi þriðjudag. Aðspurð segir hún að konur og kvárar sem ekki mæta til vinnu muni fá greitt fyrir daginn. 

„Það gæti komið til einhverra lokana og alveg öruggt að það kemur til einhverrar skerðingar á starfseminni,“ segir Eva Bergþóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert