Hátt í hundrað tegundir

Margir eru farnir að telja dagana fram að sölu.
Margir eru farnir að telja dagana fram að sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sala á jólabjór hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 2. nóvember næstkomandi. Útlit er fyrir að bjóráhugafólk geti fyllst valkvíða þetta árið eins og þau síðustu því samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR verða hátt í eitt hundrað bjórtegundir í boði.

Á vef ÁTVR segir að um 120 jólavörur verði í sölu þetta árið en þegar farið er yfir vörulistann má sjá að margar vörur eru tví- og þríteknar enda eru þær seldar í flöskum og tveimur stærðum af dósum. Samkvæmt yfirferð Morgunblaðsins má búast við því að 93 tegundir jólabjórs verði á boðstólum í ár, að því gefnu að þær skili sér allar í hillur Vínbúðanna. Þar af eru 73 íslenskir bjórar en 20 erlendir. Erlendu bjórunum virðist fækka á milli ára. Auk bjórsins hefur verið sótt um sölu á 14 tegundum af snafsi og jólabrennivíni.

Rétt eins og fyrri ár verða margar forvitnilegar bjórtegundir kynntar til leiks. Ora-bjórinn verður til sölu þriðja árið í röð og vitaskuld verður nóg framboð af Tuborg, Víking, Gull og öðrum föstum póstum. Þá eru ýmis áhugaverð nöfn á bjórunum í ár, svo sem Jóla skarfur, Grýla, Jingle Balls, Grýluhor, Leiðindaskjóða, Frostrósir og Ákaflega gaman þá. Einhverjir munu ábyggilega verða forvitnir um Kertasníki, Bjúgnakræki, Svartálf eða Romm í jól.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert