Ólafur Elíasson verðlaunaður fyrir afrek og áhrif

Ólafur Elíasson tekur við viðurkenningunni úr hendi Hanako Tsugaru Japansprinsessu …
Ólafur Elíasson tekur við viðurkenningunni úr hendi Hanako Tsugaru Japansprinsessu í vikunni. Ljósmynd/The Japan Art Association/The Sankei Shimbun

Myndlistarmaðurinn Ólafur Elíasson veitti hinum alþjóðlegu verðlaunum Praemium Imperiale viðtöku á miðvikudaginn við hátíðlega athöfn í Tókýó.

Aðrir verðlaunahafar Praemium Imperiale 2023 eru leikstjórinn Robert Wilson, tónlistarmaðurinn Wynton Marsalis, listmálarinn Vija Celmins og arkitektinn Diebedo Francis Kere. Hljóta þau verðlaunin fyrir afrek sín á listasviðinu og áhrif á listsköpun á heimsvísu, að því er segir á vef verðlaunanna. Hver verðlaunahafi hlýtur 15 milljónir japanskra jena, sem samsvarar um 13,7 milljónum ísl. kr.

Í kynningu á verðlaunahöfunum er á það bent að upplifun Ólafs af íslenskri náttúru í æsku sé honum mikilvægur innblástur þegar hann í verkum sínum fjallar um aðkallandi umhverfismál. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert