„Það er alveg viðbúið að skólum verði lokað og þá sérstaklega leikskólum,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, spurður út í áhrif kvennafrídagsins á starfsemi grunnskóla og leikskóla í Reykjavík.
Næstkomandi þriðjudag, 24. október, verður boðað til kvennaverkfalls í tilefni kvennafrídagsins, en konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.