Eldur í biðskýli strætó

Eldur kom upp í biðskýli strætó í Efra-Breiðholti laust fyrir …
Eldur kom upp í biðskýli strætó í Efra-Breiðholti laust fyrir klukkan fjögur í dag. Dælubíll frá slökkviliði fór á staðinn ásamt lögreglu en samkvæmt varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn. mbl.is/Eyþór

Eldur kom upp í biðskýli strætó í Efra-Breiðholti laust fyrir klukkan fjögur í dag. Dælubíll frá slökkviliði fór á staðinn ásamt lögreglu en samkvæmt varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn. Engum varð meint af.

Líkamsárás, þjófnaður og innbrot

Þá var tilkynnt um líkamsárás í vesturborginni. Lögregla fór á vettvang og handtók meintan geranda sem vistaður verður í fangaklefa á meðan málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu vegna verkefna hennar frá því snemma í morgun til klukkan fimm síðdegis í dag.

Lögregla fékk tilkynningu um bæði þjófnað á hóteli og innbrot í bíl og þurfti að hafa afskipti af tveimur ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna og einum sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis. Allir ökumennirnir voru látnir lausir að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert