Finn að ég geng á Guðs vegum

„Ég finn mjög sterkt að það er beðið fyrir mér. …
„Ég finn mjög sterkt að það er beðið fyrir mér. Ég finn líka mjög sterkt að ég geng á Guðs vegum, þrátt fyrir allt það veraldlega vafstur sem veldur vandræðum á stundum,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir biskup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frú Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up Íslands hef­ur ákveðið að áfrýja úr­sk­urði úr­sk­urðar­nefnd­ar þjóðkirkj­unn­ar sem féll ný­lega um að bisk­up hefði ekki haft stjórn­sýslu­legt umboð til þess að gegna starfi bisk­ups frá 1. júlí í fyrra. Skip­un­ar­tími henn­ar sem bisk­up rann út 30. júní 2022 en tveim­ur dög­um áður sendi for­seti kirkjuþings henni bréf um áfram­hald­andi ráðningu.

„Fæst í þessu lífi kem­ur mér á óvart. Ég er bara þannig gerð. Sá úr­sk­urður sem féll í vik­unni skap­ar krefj­andi stöðu inn­an stjórn­sýslu kirkj­unn­ar. Þarna eru tvær ákv­arðanir felld­ar úr gildi og óljóst hvort það hafi áhrif á aðrar ákv­arðanir sem tekn­ar hafa verið. Það snert­ir síst mig en fjöl­marga aðra og má þar nefna skip­un presta og fleira,“ seg­ir Agnes.

„Ég hef reynt að leggja áherslu á það að ná …
„Ég hef reynt að leggja áherslu á það að ná sam­stöðu inn­an presta­stétt­ar­inn­ar. Þess vegna gladdi mig per­sónu­lega stuðning­ur presta og djákna sem birt­ist á prenti í sum­ar. En stærsti sig­ur­inn fannst mér fel­ast í því að stétt­in gæti staðið sam­an. Um leið fannst mér ég hafa áorkað ein­hverju.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Ástæðan fyr­ir því að ég er að setja þetta mál fyr­ir dóm­ara lands­ins er til að bregðast við þess­ari stöðu sem nú rík­ir inn­an þjóðkirkj­unn­ar. Það geri ég ekki fyr­ir mína hönd per­sónu­lega og prívat held­ur fyr­ir hönd þjóðkirkj­unn­ar og bisk­up­sembætt­is­ins. Það þarf að fá botn í þetta mál og taka af­stöðu til þess hvort fleiri stjórn­sýslu­leg­ar ákv­arðanir sem hafa verið tekn­ar frá 1. júlí 2022 séu ómerk­ar. Ég tek þetta al­var­lega og það hlýt­ur að vera sam­eig­in­legt verk­efni okk­ar allra í kirkj­unni að ákveða hvernig eigi að bregðast við.

Ég sem bisk­up Íslands vinn ekki í umboði kirkjuþings. Ég vinn í umboði þeirra sem kusu mig til þessa starfs árið 2012, sem voru full­trú­ar kirkj­unn­ar um allt land. Það er búið að vefjast fyr­ir í öll­um þess­um breyt­ing­um og skipu­lags­breyt­ing­um und­an­far­in ár hvar á að setja bisk­up­sembættið og enn er það í mót­un.“

Agnes seg­ir hluta af vand­an­um fel­ast í því að kirkjuþing fann ekki í tæka tíð lausn á skip­un bisk­ups. „Í minni bisk­up­stíð hafa orðið ein­hverj­ar mestu breyt­ing­ar á þjóðkirkj­unni í henn­ar sögu. Með breyt­ing­um á lög­um árið 2021 fékk þjóðkirkj­an stjórn eig­in mála og er það kirkjuþing sem set­ur starfs­regl­ur um öll innri mál. Þetta var stórt verk­efni sem kallaði á alls kyns breyt­ing­ar sem því miður er ekki lokið. En ég hef fulla trú á því að með mannauði þjóðkirkj­unn­ar, sem er breiður og öfl­ug­ur, finn­ist góð lausn á því.“

Ítar­legra viðtal er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins sem kom út um helg­ina. 

„Ástæðan fyrir því að ég er að setja þetta mál …
„Ástæðan fyr­ir því að ég er að setja þetta mál fyr­ir dóm­ara lands­ins er til að bregðast við þess­ari stöðu sem nú rík­ir inn­an þjóðkirkj­unn­ar. Það geri ég ekki fyr­ir mína hönd per­sónu­lega og prívat held­ur fyr­ir hönd þjóðkirkj­unn­ar og bisk­up­sembætt­is­ins.“ mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka