42% líst illa á tillögu um Parísarhjól

Samsett mynd af Parísarhjóli og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.
Samsett mynd af Parísarhjóli og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

42% Íslendinga líst illa á hugmyndina um að koma fyrir Parísarhjóli í tilraunaskyni til nokkurra ára á Miðbakka, við gömlu höfnina í Reykjavík.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Prósents.

34% þjóðarinnar líst vel á hugmyndina og 24% líst hvorki vel né illa á hana.

Marktækur munur er á viðhorfi eftir aldri. Þau sem eru 45 ára og yngri líst betur á hugmyndina en þau sem eldri eru.

Sömuleiðis líst íbúum landsbyggðarinnar betur á hugmyndina en íbúum höfuðborgarsvæðisins. 35% íbúa landsbyggðarinnar líst illa á hugmyndina en 46% íbúa höfuðborgarinnar.

2.400 voru í úrtaki Prósents og var svarhlutfallið 50%. Könnunin var framkvæmd dagana 14. til 28. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert