Dómsmálaráðherra mætir á Arnarhól

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra ætl­ar að taka sér frí eft­ir há­degi á morg­un til þess að mæta á sam­stöðustöðufund á Arn­ar­hóli í til­efni kvenna­verk­falls­ins.

Guðrún staðfesti þetta í skrif­legu svari til mbl.is en eng­inn mun leysa ráðherra af hólmi þann tíma sem hann legg­ur niður störf.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra greindu frá því í sam­tali við mbl.is fyrr í dag að þær munu leggja niður störf á morg­un og ætla að mæta á sam­stöðufund­inn sem hefst á Arn­ar­hóli klukk­an 14. Katrín tók þá ákvörðun fyr­ir helgi að fresta rík­is­stjórn­ar­fundi sem jafn­an er á þriðju­dög­um og verður hann þess í stað á miðviku­dag­inn.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-,iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, er stödd er­lend­is en ekki hef­ur náðst í Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur fjár­málaráðherra né Svandísi Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra til að fá upp­lýs­ing­ar hjá þeim hvort þær hygg­ist leggja niður störf á morg­un eða ekki.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert