Fá engin svör frá borginni eftir fjölda fyrirspurna

Ef komið er að austan sést að tré og drasl …
Ef komið er að austan sést að tré og drasl hindrar yfirsýn. Ljósmynd/Garðheimar

„Við höfum miklar áhyggjur af því að skortur á frágangi frá aðrein Reykjanesbrautar inn að Álfabakka skapi hættu fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Kristín Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri Garðheima.

Garðheimar fluttu nýverið í nýtt húsnæði að Álfabakka 6 og samkvæmt áætlun átti að vera búið að ganga frá öllu í síðasta lagi í sumar. Það hefur ekki verið gert og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar til borgaryfirvalda hafa engin svör borist.

„Hornið á fráreininni frá Reykjanesbrautinni inn á Álfabakkann er sérstaklega hættulegt,“ segir Kristín.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert