Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans hafa enn ekki ákveðið hvort að þau fari sjálfviljug úr landi, en frestur til að ákveða það rennur út á miðnætti. Fjölskyldunni hefur verið tilkynnt að hún verði aðskilin fram að flutningi.
Þetta segir Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur fjölskyldunnar.
Hussein og fjölskyldu hans hefur verið synjað um alþjóðlega vernd tvisvar og synjaði Alþingi umsókn þeirra um ríkisborgararétt fyrr á árinu.
Útlendingastofnun tilkynnti fjölskyldunni fyrr í dag að stjórnvöld hygðust aðskilja fjölskylduna fram að flutningi. Albert segir að Hussein og bróðir hans verða fluttir í eitt úrræði og systur hans og móðir í annað úrræði.
Albert þetta harkaleg ákvörðun en að réttindagæslumaður fatlaðra og Þroskahjálp séu að vinna í málinu.
Ef fjölskyldan samþykkir ekki að fara sjálfviljug úr landi þá verða hún flutt úr landi með valdi, eins og síðast, á næstu vikum eða mánuðum, að sögn Alberts.
Albert segir fjölskylduna íhuga það að fara sjálfviljug til baka því ef þó kjósa að gera það ekki þá standa þau frammi fyrir endurkomubanni.
„Þau gætu hæglega unnið dómsmál fyrir Landsrétti vegna fyrri umsóknar þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi, en verið samt í þeirri stöðu að vera með endurkomubann til Íslands,“ segir hann er hann útskýrir af hverju þau gætu valið að fara sjálfviljug.
„Síðan var móðurinni og systrunum tveimur tilkynnt um endalok þjónustu en ekki Hussein og bróður hans,“ segir Albert og bætir því við að þetta sé þvert á niðurstöðu kærunefndar útlendingamála, þess efnis að allir fjölskyldumeðlimir hafi hlutverki að gegna við að sinna Hussein.