Loka 59 leikskólum og öllum sundlaugum nema einni

Frá kvennafrídeginum 2016.
Frá kvennafrídeginum 2016. mbl.is/Árni Sæberg

Engin starfsemi verður í 59 leikskólum í Reykjavík og allar sundlaugar Reykjavíkur verðar lokaðar á morgun nema Klébergslaug á Kjalarnesi en hún verður aðeins opin frá klukkan 16-22.

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls á morgun þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að verfallið komi til með að hafa töluverð áhrif á starfsemi og þjónustu borgarinnar, þar sem um 75% starfsfólks borgarinnar eru konur eða kvár. Mikilvæg þjónusta fyrir viðkvæma hópa verði þó ekki skert, en víða lokað eða dregið úr þjónustu svo sem í sundlaugum, skólum og söfnum. Ekki verður dregið af launum vegna verkfallsins.

Söfn

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal verður opinn en þó með skertri þjónustu. Sjóminjasafnið og Ásmundarsafn verða lokuð.

Borgarbókasöfnin í Grófinni, Kringlunni og Gerðubergi verða aftur á móti opin til klukkan 16. Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal verður opið á meðan húsið er opið en þjónusta takmörkuð. Lokað verður í borgarbókasöfnunum í Árbæ, Spönginni, Sólheimum og Klébergi.

Þá verður fáliðað í þjónustuveri Reykjavíkurborgar vegna verkfallsins. Fólk er beðið að hafa eingöngu samband ef mál eru aðkallandi. Móttakan í Ráðhúsi Reykjavíkur verður lokuð en opið verður í Borgartúni. Það verður svo aftur tekið vel á móti öllum i á miðvikudag.

Skertur opnunartími í dagdvölum

Á velferðarsviði hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja að nauðsynleg þjónusta skerðist ekki. Þetta á við þjónustu við fatlað fólk á heimilum sínum og í vinnu- og virknimiðaðri stoðþjónustu, heimahjúkrun, þjónustu á hjúkrunarheimilum og neyðarþjónustu við einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Önnur þjónusta sem getur beðið frestast.

Skertur opnunartími verður í dagdvölum fyrir eldra fólk en opið verður í dagdvölinni í Þorraseli frá kl. 8 til 12 og á Esjutúni á Vitatorgi frá kl. 10–13.30. Engin áhrif verða á heimsendingu matar. Opið og heitur matur í hádeginu: Bólstaðarhlíð, Vitatorg, Ársskógar, Norðurbrún, Furugerði, Dalbraut 27, Lönguhlíð, Þorrasel og Hraunbær. Lokað verður í mötuneytum í Hvassaleiti, Aflagranda, Dalbraut 18, Borgum og Hæðagarði.

Skólar og leikskólar

Í 59 leikskólum í Reykjavík verður engin starfsemi á morgun. Í sex leikskólum verður opið en þjónustan skert í samræmi við fjölda karlkyns starfsmanna sem þar starfa. Leikskólarnir sex sem bjóða upp á skerta þjónustu eru Drafnarsteinn, Múlaborg, Nóaborg, Vesturborg, Rauðhóll og Seljaborg.

Í 15 grunnskólum verður engin þjónusta á morgun vegna kvennafrísins. Í öðrum grunnskólum verður kennsla útfærð í samræmi við fjölda starfsfólks og hafa foreldrar fengið upplýsingar um fyrirkomulag frá viðkomandi skólum.

Skólar sem bjóða upp á fulla þjónustu að einhverju leyti: 

Borgarskóli (1. bekkur) 
Breiðholtsskóli (1. bekkur en skert í 2. og 3. bekk) 
Fellaskóli (1. og 2. bekkur, skert í 3. bekk) 
Hólabrekkuskóli (1., 2., 3. og 4. bekkur) 
Melaskóli (1. bekkur) 
Seljaskóli (1., 2., 3. og 4. bekkur) 
Ölduselsskóli (1. og 2. bekkur) 

Skólar sem bjóða upp á skerta þjónustu:

Rimaskóli (1.-4. bekkur) Langholtsskóli (1. og 2. bekkur) 
Ingunnarskóli (1. bekkur) 
Háteigsskóli (1.-6. bekkur) 
Fossvogsskóli (1. og 2. bekkur) 
Foldaskóli (1.-3. bekkur) 
Dalskóli (1.-4. bekkur) 
Breiðagerðisskóli (1.-7. bekkur) 
Ártúnsskóli (1. bekkur) 
Austurbæjarskóli (1. bekkur) 

Frístundaheimili með fulla þjónustu: 

Klapparholt
Tígrisbær
Undraland

Frístundaheimili sem verða lokuð: 

Ljósið
Hraunheimar
Kastali
Kátakot
Regnboginn
Skýjaborgir
Víðisel

Í 13 frístundaheimilum verður starfsemi fyrir 1. bekk og viðkvæmustu hópana. Í fjórum verður starfsemi fyrir 1. bekk og 2. bekk og viðkvæmustu hópana. 

Frístund fyrir 1. bekk og viðkvæmustu hópana: 

Álfheimar 
Bakkasel 
Brosbær 
Eldflaugin 
Hvergiland 
Neðstaland 
Regnbogaland 
Selið 
Skólasel 
Úlfabyggð 
Vinaheimar 
Vinasel 

Frístund fyrir 1. og 2. bekk og viðkvæmustu hópana: 

Draumaland 
Glaðheimar 
Simbað Sæfari 
Töfrasel 
Vinafell 

Frístund fyrir viðkvæmustu hópana: 

Draumaland 
Halastjarnan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert