Verkfallssjóðir greiða ekki laun kvenna og kvára

Atvinnurekendur eru hvattir til þess að draga ekki af launum …
Atvinnurekendur eru hvattir til þess að draga ekki af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í verkfallinu svo fólk verði ekki fyrir launaskerðingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verkfallssjóðir stéttarfélaga greiða ekki laun vegna þátttöku kvenna og kvára í kvennaverkfalli.

Þetta kemur fram á kvennafri.is, vef kvennafrídagsins 2023. Byggir það á þeim forsendum að ekki sé um verkfall í skilningi vinnulöggjafarinnar að ræða.

Hvattir til að draga ekki af launum starfsfólks

Jafnframt kemur fram að það sé ekki hefð fyrir því að atvinnurekendur dragi af launum starfsfólks vegna þátttöku í þessum baráttudegi.

Atvinnurekendur eru þá hvattir til þess að draga ekki af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í verkfallinu svo fólk verði ekki fyrir launaskerðingu.

„Við erum bara í þessari baráttu saman“

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, staðfestir í samtali við mbl.is að verkfallssjóður félagsins og væntanlega allra hinna félagana verði ekki snertir.

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta er ekki eiginlegt verkfall þar sem við erum í kjarabaráttu. Verkfallssjóðir okkar, og væntanlega allra hinna líka, verða ekki snertir. Við erum bara í þessari baráttu væntanlega saman. Það er bara svoleiðis,“ segir Guðbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert