Allt að 900 þúsund króna styrkur verður í boði vegna kaupa á hreinorkubílum

Styrkur kemur í stað skattaundanþágu á næsta ári.
Styrkur kemur í stað skattaundanþágu á næsta ári. mbl.is/​Hari

Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á hreinorkubílum. Sá styrkur kemur í stað skattaívilnana sem rafbílar hafa notið en að óbreyttu fellur undanþága frá virðisaukaskatti við kaup á rafbílum úr gildi um áramótin.

Styrkurinn verður veittur úr Orkusjóði. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú miðað við að hann nemi allt að 900 þúsund krónum fyrir einstaklinga og fyrirtæki í fjölskyldubílaflokki.

Ragnar K. Ásmundsson, starfsmaður hjá Orkustofnun sem fer með málefni Orkusjóðs, segir unnið að innleiðingu styrkjakerfisins. Meðal annars hafi forritarar unnið að uppsetningu hugbúnaðar en hægt verði að sækja um styrkinn með rafrænum skilríkjum í gegnum vefinn Ísland.is.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er gert ráð fyrir að verja 30 milljörðum króna til þessara styrkja á árunum 2024 til 2027, eða að jafnaði 7,5 milljörðum króna á ári. Þá herma heimildir blaðsins að ekki sé gert ráð fyrir að þak verði sett á fjölda umsókna hjá einstaklingum eða fyrirtækjum. Markmiðið sé enda að stuðla að orkuskiptum. Hins vegar má kaupverð bíls vera að hámarki 10 milljónir. 

Niðurfelling allt að 1.320 þúsund króna gjalda á rafbíla rennur út um næstu áramót.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert