Konur og kvár streyma nú niður í miðborg Reykjavíkur að Arnarhóli þar sem formleg dagskrá kvennaverkfallsins hefst klukkan 14.
Strax um klukkan eitt fór fólk að flykkjast á Arnarhól og koma sér þar fyrir, en eftir klukkan 13:30 fór virkilega að fjölga fólki þar.
Áður höfðu margir hópar kvenna komið saman víða um borgina og hitað upp fyrir fundinn, bæði í heimahúsum sem og á kaffihúsum borgarinnar eða á samstöðufundum.
Dagskrá baráttufundarins er eftirfarandi:
Kynnar: Ólafía Hrönn og Aldís Amah Hamilton verða kynnar fundarins.
Tónlist: Sóðaskapur (pönk hljómsveit skipuð þremur ungum konum), Ragga Gísladóttir og Una Torfadóttir (leiðir fjöldasöng, Áfram stelpur).
Ræðufólk:
Annað: Hópatriði, Jafnréttisparadísin - fjölbreyttur hópur kvenna og kvára fjallar um jafnréttisparadísina Ísland.