Beint: Kvennaverkfallið

Kvenna­verk­fall hófst á miðnætti og mun ná há­marki klukk­an 14 þegar halda á bar­áttufund við Arn­ar­hól í Reykja­vík. Boðað var til verk­falls­ins nú þegar 48 ár eru liðin frá fyrsta kvenna­frí­deg­in­um, en þetta er í sjötta skiptið sem kon­ur leggja niður störf að hluta eða öllu leyti á þess­um degi.

Aðstand­end­ur verk­falls­ins segj­ast vilja varpa ljósi á að kon­ur verði enn fyr­ir kerf­is­bundnu launam­is­rétti og kyn­bundnu of­beldi sem verði að út­rýma. Ekki eigi að bíða leng­ur eft­ir aðgerðum og eru kon­ur og kvár hvött til að leggja niður störf.

Dag­skrá er áformuð víða um land og mun mbl.is fylgj­ast vel með öllu því helsta sem fram fer í dag, bæði í flæðinu hér að neðan og í stök­um frétt­um.

Við hvetj­um les­end­ur til að senda ábend­ing­ar um efni eða mynd­ir frá deg­in­um á frétta­deild.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert