Bílaumferð með minnsta móti í morgun

Umferðin í Reykjavík var með minnsta móti í morgun.
Umferðin í Reykjavík var með minnsta móti í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Bílaumferð á götum borgarinnar var með minnsta móti í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu Reykjavíkurborgar.

Gera má ráð fyrir því að mikil þáttataka í kvennaverkfallinu sé útskýring á minni umferð í morgun.

Reykjavíkurborg tók saman gögn frá 66 teljurum innan Reykjavíkur, sem sýndu 28% minnkun á bílaumferð milli klukkan sjö og níu í morgun, samanborið við sama tíma í seinustu viku. 

Í tilefni dagsins verður efnt til baráttufundar við Arnarhól klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fréttum dagsins tengdum frídegi kvenna hér á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert