Hópur kvenna sem starfar hjá Umhverfisstofnun kom saman á samstöðufundi og í Pálínuboði í heimahúsi hjá Bergþóru Góu Kvaran á Bergþórugötu í morgun. Þegar blaðamann mbl.is bar að garði voru þær í óða önn að undirbúa sig fyrir kvennaverkfallið og baráttufundinn á Arnarhóli.
Voru þær heldur betur undirbúnar fyrir daginn og greinilega búnar að æfa samsöng og kröfur sínar vel.
„Hvað viljum við? Frí frá þriðju vaktinni
Hvað viljum við? Frí frá þriðju vaktinni
Hvenær? Núna
Hvenær? Núna
Hvenær hvenær hvenær? Núna núna núna!“