Mældu hraðakstur á Sæbraut

Einn ökumaður mældist á 90 kílómetra hraðað við Sæbraut í dag. Lögreglan var með vöktun á svæðinu í eina klukkustund eftir hádegið og óku allnokkrir ökumenn of hratt, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.

Alls voru brot 45 ökumanna mynduð en eftirlitið fór fram á móts við Kleppsveg 60 og voru myndaðir bílar er óku Sæbraut í austurátt. Á þessari einu klukkustund fóru 567 ökutæki þessa leið og óku 8% þeirra of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 73 kílómetrar á klukkustund en þarna er 60 km hámarkshraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert