Mikill fjöldi hrakningsfugla gistir landið

Þessi barrspæta í Nesjum eystra er ein þeirra sem bárust …
Þessi barrspæta í Nesjum eystra er ein þeirra sem bárust hingað til lands með lægðinni kröftugu. Ljósmynd/Sigurdur Ægisson

Mikill fjöldi hrakningsfugla barst hingað til lands með lægðunum sem blésu hingað hvössum vindum austan- og vestanhafs um miðja síðustu viku og þar í hópi var ein sárasjaldgæf tegund.

Enginn núlifandi fuglaskoðari hafði nefnilega séð barrspætu á Íslandi áður en föstudagurinn 20. október síðastliðinn rann upp, en þá kom sú fyrsta í heimsókn í garð að Heiðarhrauni 16 í Grindavík, þar sem hún gæddi sér á mör og öðru feitmeti og var að öllum líkindum orkunni fegin.

Síðan þá hafa þrjár fundist í viðbót, ein í Nesjum eystra, önnur á Kvískerjum í Öræfum og ein á Breiðdalsheiði. Sennilega eiga fleiri eftir að koma í ljós á næstu dögum og vikum. Náttúruleg heimkynni þessarar fuglategundar eru í Evrópu og Asíu og einnig finnst hún í Norður-Afríku.

Aðrar mjög sjaldgæfar fuglategundir sem bárust upp til landsins í hvassviðrinu á dögunum voru til að mynda bláheiðir, bláskotta, dómpápi, dvergtittlingur, herfugl, peðgrípur og húmskríkja.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert