Samþykkt að stækka um 2.000 fermetra

Teikning af nýrri byggingu heilbrigðisvísindasviðs. Húsið mun tengjast Læknagarði eins …
Teikning af nýrri byggingu heilbrigðisvísindasviðs. Húsið mun tengjast Læknagarði eins og sjá má. Tölvumynd/Batteríið-TBL arkitektar

Háskólaráð hefur samþykkt tillögu um 2.000 fermetra stækkun á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs.

Húsið, sem verður samtengt Læknagarði á Hringbraut, verður þá í heild um 11.500 fermetrar. Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor í lyfjafræði við HÍ og verkefnisstjóri verksins, segir í samtali við Morgunblaðið að breytingin megi ekki koma mikið seinna en núna. Gert hafi verið ráð fyrir stækkunarmöguleikum á lóðinni sem hægt væri að ráðast í í framtíðinni. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að ráðast í stækkun strax, þó með fyrirvara um samþykki yfirvalda og fjármögnun.

Stækkunin mun fækka heildarfermetrum sem sviðið notar

Hákon segir að ætla megi að stækkunin muni kosta á bilinu 1,5 til 2 milljarða. Breytingin feli þó í sér mikla hagræðingu á húsnæði. Það eru 2.700 fermetrar á nokkrum stöðum sem hýsa þá starfsemi sem ætlað er að flytji í húsið í kjölfar stækkunarinnar. Heilbrigðisvísindasvið mun því þurfa að nota 700 fermetrum minna húsnæði auk þess að starfsemi þess verður nánast öll undir sama þaki. Hákon segir þetta vera aðalrökin fyrir stækkuninni, en mikið óhagræði felist í því að hafa starfsemi sviðsins á mörgum stöðum.

Hákon segir leyfi vera komið fyrir jarðvegsframkvæmdum sem séu að hefjast. Hann segir stefnt að því að auglýsa útboð fyrir uppsteypu á næstu tveimur mánuðum. Gangi allt að óskum verður byrjað að steypa húsið í mars. Áætlað er að byggingin verði tilbúin eftir þrjú ár, eða síðla árs 2026.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka