Sóttu þýfi í ruslageymslu

Lögregla hafði í ýmsu að snúast í dag meðfram störfum í tengslum við baráttufundinn í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu kemur fram að tilkynnt hafi verið um eignarspjöll og innbrot í geymslur í miðborginni og um fíkniefnasölu í hverfi 104. Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti.

Lögreglu barst einnig tilkynning um hugsanlegt þýfi sem fannst í ruslageymslu í Árbænum. Eins barst tilkynning um ólæti og slagsmál í hverfi 113. 

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði vegna hálku. Bíllinn hafnaði utan vegar og er óökufær. Minniháttar slys urðu á fólki í bílnum að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert