„Svona erum við sterk saman“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir kvennafrídaginn hafa gengið eins …
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir kvennafrídaginn hafa gengið eins og í sögu. Samsett mynd/aðsend/Eggert Jóhannesson

Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, seg­ir kvenna­verk­fallið og kvenna­frí­dag­inn hafa gengið eins og í sögu.

„Ég held það sé al­veg óhætt að segja það að þetta hafi farið fram úr björt­ustu vænt­ing­um okk­ar sem komu að skipu­lagn­ing­unni,“ seg­ir Sonja Ýr í sam­tali við mbl.is.

„Við vor­um búin að finna fyr­ir mjög mik­illi stemmn­ingu og að það væri vax­andi óþol – það væri þörf á því að setja jafn­rétt­is­mál á odd­inn. Þegar 70-100 þúsund manns koma sam­an á Arn­ar­hóli og víðs veg­ar um landið allt, að þá er maður eig­in­lega hálf orðlaus. Svona erum við sterk sam­an.“

Eng­in „jafn­rétt­ispara­dís“

Sonja Ýr seg­ir að þegar ákvörðun um að boða til kvenna­verk­falls hafi verið tek­in af sam­tök­un­um sem standa að baki verk­fall­inu, hafi verið ákveðið að gera það eins og árið 1975 til þess að sýna að kon­ur og kvár eru búin að fá nóg af ástand­inu.

Hún seg­ir umræðu hafa verið áber­andi upp á síðkastið þar sem gefið er til kynna að jafn­rétti hafi þegar verið náð á Íslandi vegna góðrar stöðu í alþjóðleg­um mæl­ing­um.

„Þessi hug­mynd um jafn­rétt­ispara­dís er að okk­ar mati að ýta gegn allri vinnu sem þarf að fara í til þess að tryggja jafn­rétti.“

Krafa um rót­tæk­ar aðgerðir

„Ég hugsa að það sé ástæðan fyr­ir þátt­tök­unni af því að það finna það flest að það eru ekki fram­sækn­ar eða rót­tæk­ar aðgerðir sem er verið að grípa til. Það er auðvitað kraf­an núna.

Þegar það koma svona mörg sam­an og sýna með svona skýr­um og áþreif­an­leg­um hætti að þessu verður að breyta þá mun sam­fé­lagið breyt­ast í kjöl­farið,“ seg­ir Sonja.

Gerð var álykt­un fund­ar­ins í dag með kröf­um þeirra sem standa að baki kvenna­verk­fall­inu. Sonja seg­ir að kraf­an nú sé kraf­an sú að stjórn­mála­fólk og aðrir sem hafa völd í sam­fé­lag­inu hlusti á þær kröf­ur og geri þær að sýn­um og fylgi þeim eft­ir í sínu dag­lega starfi.

Álykt­un fund­ar­ins í heild sinni:

Kvenna­verk­fall 24. októ­ber 2023!

Við krefj­umst leiðrétt­ing­ar á van­mati „svo­kallaðra“ kvenn­astarfa!

Að at­vinnu­rek­end­ur hætti að veita sér af­slátt á laun­um kvenna og kvára!

Við krefj­umst sér­tækra aðgerða til þess að leiðrétta kjör þeirra kvenna og kvára sem lægst­ar tekj­ur hafa, því eng­in á að þurfa að lifa við fá­tækt!

Við krefj­umst þess að launam­is­rétti og mis­mun­un verði út­rýmt!

Að kon­ur og kvár geti lifað af laun­um sín­um og fái tæki­færi til að þró­ast í starfi til jafns við karla!

Að fatlaðar kon­ur og kvár hafi tæki­færi til at­vinnuþátt­töku til að geta bætt kjör sín!

Að mennt­un og hæfni kvenna af er­lend­um upp­runa sé met­in að verðleik­um!

Að kon­um og kvár­um verði ekki leng­ur refsað fjár­hags­lega fyr­ir þá ólaunuðu umönn­un­ar­ábyrgð sem þau axla yfir æv­ina og gjalda fyr­ir þegar á líf­eyris­ald­ur er komið.

Að gert verði sam­fé­lags­legt átak til að út­rýma for­dóm­um gegn fólki með fötl­un, hinseg­in fólki, fólki af er­lend­um upp­runa og öðrum jaðar­hóp­um.

Við krefj­umst þess að karl­ar taki ábyrgð á við kon­ur og kvár!

Taki ábyrgð á ólaunuðum heim­il­is­störf­um og við umönn­un fjöl­skyldumeðlima!

Taki ábyrgð á ólaunaðri þriðju vakt­inni!

Við krefj­umst þess að kon­ur og kvár séu ekki í fjár­hags­leg­um fjötr­um of­beld­is­manna!

Að kon­ur og kvár fái stuðning við að byggja upp fjár­hags­legt sjálf­stæði eft­ir að hafa lifað af kyn­bundið fjár­hags­legt of­beldi! 

Við krefj­umst rétt­læt­is og rétt­ar­bóta fyr­ir þolend­ur kyn­ferðis­legs og kyn­bund­ins of­beld­is!

Að of­beld­is­menn sæti ábyrgð og kyn­frelsi sé virt!

Að kon­ur og kvár njóti ör­ygg­is og frelsi frá of­beldi og áreitni í vinn­unni, heima og í al­manna­rými!

Að kyn­bundnu og kyn­ferðis­legu of­beldi verði út­rýmt!

Við krefj­umst þess að stjórn­mál­in geri kröf­ur Kvenna­verk­falls að for­gangs­máli!

STRAX!

VIÐ KREFJ­UMST AÐGERÐA OG BREYT­INGA!

NÚNA!

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert