Áfengisneysla unglinga virðist hafa færst í vöxt. Ómar Örn Magnússon skólastjóri Hagaskóla segir í samtali við Morgunblaðið að þetta sé áhyggjuefni.
Hann segir að á landsvísu sé talað um að drykkja hafi aukist undanfarin ár hjá nemendum í efsta bekk grunnskóla. Þetta sjáist bæði í Vesturbænum og víðar. Ómar telur svarið við þessum niðurstöðum að virkja og byggja aftur upp öflugt foreldrasamstarf.
Nýlega var gerð var könnun meðal nemenda í Hagaskóla. Þar svöruðu þeir spurningum um vímuefnanotkun sína. Í henni kom fram að 24,4% nemenda í 10. bekk Hagaskóla segjast hafa verið ölvuð einhvern tíma á ævinni. Árið áður voru það 28,3%.
Ómar segir það koma sér á óvart hve hátt hlutfallið er. Tölurnar séu hærri en þær hafi verið árin á undan. Hlutfallið í Reykjavík allri er aðeins lægra, eða 16,9%, sem Ómar segir líka vera of hátt.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.