Gert að sæta gæsluvarðhaldi til 21. nóvember

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kona um fertugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðuð í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlmanns á sextugsaldri í íbúð fjölbýlishúss í Bátavogi í Reykjavík í síðasta mánuði.

Konan mun sæta varðhaldi til 21. nóvember. 

Lögreglan segir í tilkynningu að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka