Rampur númer 900 vígður

Skipuleggjendur vígslunnar. Frá vinstri: Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar, Valgerður Karlsdóttir, …
Skipuleggjendur vígslunnar. Frá vinstri: Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar, Valgerður Karlsdóttir, íbúi á Hlein, Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Þorleifsson, athafnamaður, Þorleifur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Römpum upp Ísland og Greta Salóme, tónlistarkona. Ljósmynd/Aðsend

Átakið Römpum upp Ísland vígði fyrr í dag ramp númer 900 í athöfn á Reykjalundi í Mosfellsbæ. Haraldur Þorleifsson stendur fyrir átakinu, en til stendur að byggja 1.500 rampa fyrir 11. mars 2025.

Þessi atburður markar tímamót í átakinu segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Valgerður Karlsdóttir íbúi á hjúkrunarsambýlinu Hlein klippti á rauða borðann vígslunni til staðfestingar.

Valgerður Karlsdóttir, íbúi á hjúkrunarsambýlinu Hlein klippir á rauða borðann.
Valgerður Karlsdóttir, íbúi á hjúkrunarsambýlinu Hlein klippir á rauða borðann. Ljósmynd/Aðsend

Alltaf hægt að gera betur

Pétur Magnússon, forstjóri Reykjalundar var viðstaddur vígsluna og lýsti yfir ánægju sinni með átakið: „Við erum mjög þakklát fyrir hlýhug í okkar garð, þetta hefur mjög mikið að segja og við metum þetta mikils, þó að aðgengið hafi verið gott þá er alltaf hægt að gera betur og við fögnum því“.

Fjöldinn allur kom til að fagna vígslunni.
Fjöldinn allur kom til að fagna vígslunni. Ljósmynd/Aðsend

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar var viðstödd vígsluna og sagði: „Ég er gríðarlega ánægð með þessi skref sem verið er að taka í Reykjalundi í dag, en við erum að bæta aðgengi víða um Mosfellsbæ í samvinnu við Römpum upp Ísland“.

Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki Römpum upp Ísland.
Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki Römpum upp Ísland. Ljósmynd/Aðsend

Á undan áætlun

Haraldur Þorleifsson sem stendur fyrir átakinu var einnig viðstaddur: „Þegar ég byrjaði að nota hjólastól fyrir um 20 árum þá kom ég á Reykjalund. Fólkið sem tók á móti mér hjálpaði mér á ómetanlegan hátt í gegnum mjög erfitt tímabil. Það má alltaf gera gott betra og ég er ótrúlega þakklátur að við gátum hjálpað til að bæta aðgengi á þessum yndislega og fallega stað,“ sagði Haraldur. 

Í tilkynningu kemur fram að átakið Römpum upp Ísland sé á undan áætlun, en fyrsti rampur átaksins var tekinn í notkun í maí 2021. 

Gréta Salóme, söng og spilaði á fiðlu fyrir gesti athafnarinnar.

Gréta Salóme fagnaði með söng.
Gréta Salóme fagnaði með söng. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert