Risavaxið verkefni fram undan

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Verkið sem er fram undan í komandi kjarasamningum er risavaxið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands (SGS).

Þriggja daga þing sambandsins hefst í Reykjavík í dag og verða þar m.a. lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi SGS til næstu þriggja ára. Fyrir þinginu liggja m.a. drög að ályktun um kjaramál þar sem áhersla er lögð á aðgerðir vegna verðbólgunnar, hárra vaxta og ástandsins í húsnæðismálum og er lagt til að tekið verði upp alveg nýtt húsnæðislánakerfi, samið verði um krónutöluhækkanir og gerðar verði breytingar á skattkerfinu.

Komandi kjarasamningar verða meðal stærstu mála á þinginu.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert