Saga trans konu í sjávarplássi

Björn Jörundur, Arna Magnea Danks og Hjálmar Örn fara með …
Björn Jörundur, Arna Magnea Danks og Hjálmar Örn fara með lykilhlutverkin í myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Tökur á nýrri kvikmynd sem nefnist Ljósvíkingar eru hafnar í Bolungarvík. Þar er sögð þroskasaga trans konu á Vestfjörðum sem starfar í sjávarútvegi. Kvikmyndafélag Íslands er framleiðandi myndarinnar en það framleiddi einnig Sódómu Reykjavík sem naut mikilla vinsælda um árið og Lof mér að falla auk fjölda annarra mynda.

Myndin,sem heitir Odd Fish á ensku, fjallar um Björn, fjölskyldumann sem  er í raun trans kona. „Í grunninn fjallar myndin um tvo æskufélaga, Hjalta og Björn, sem stofna saman og reka veitingastað. Annar er alltaf að fara suður í læknisviðtöl út af bakinu á sér en svo kemur í ljós að hann er í raun trans kona,“ segir Ingvar. „Þá reynir á vinskapinn.“

Tökukonan Birgit Guðjónsdóttir.
Tökukonan Birgit Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Björn Jörundur fer með aðalhlutverkið á móti Örnu Magneu. „Sem er trans kona.“ Fráfall föður sögupersónunnar Björns varð til þess að hann tók þessa ákvörðun og tók upp nafnið Birna. Hún þarf að takast á við fordóma samfélagsins en jafnframt sína eigin.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert