Sala rafbíla jafnvel talin munu hrynja

Nýir bílar í Sundahöfn.
Nýir bílar í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Frá ársbyrjun 2020 hefur heimild til að fella niður virðisaukaskatt á rafbíla numið að hámarki 1.560 þúsundum. Upphæðin var lækkuð í 1.320 þúsund á þessu ári. Þá voru lögð 5% vörugjöld á rafbíla og tengiltvinnbíla um síðustu áramót. Það samsvarar um 250 þúsund krónum á sex milljón króna bíl miðað við innflutningsverð.

Frá næstu áramótum verður hins vegar hægt að sækja um allt að 900 þús. í styrk vegna kaupa á rafbílum, ef áform stjórnvalda ganga eftir.

Benedikt Eyjólfsson, forstjóri og eigandi Bílabúðar Benna, segir muna um styrkinn. Níu hundruð þúsund samsvari nærri 20% af kaupverði fimm milljón króna bíls og nærri 10% af kaupverði 10 milljón króna bíls.

Spurður hvaða áhrif það hefði haft á sölu nýrra rafbíla á Íslandi, ef engir styrkir hefðu verið í boði frá næstu áramótum, segir Benedikt að þá hefði hægt mjög á sölunni. Hún hefði hins vegar ekki stöðvast.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert