Jarðskjálfti af stærðinni 3,6 mældist um 2,5 km norðvestur af Þorbirni á Reykjanesi klukkan 20.45 í kvöld. Jarðskjálftinn fannst í Grindavík en jarðskjálftahrina hófst á þessum slóðum rétt eftir miðnætti.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Áfram mælist talsverð jarðskjálftavirkni á svæðinu og hafa um 1900 jarðskjálftar mælst frá miðnætti.